þá (ef þú þekkir þá eigi) né líta um öxl til að horfa á eftir 
þeim. 
 
*Brosið* 
er eigi ver til þess fallið að túlka tilfinningar hjartans heldur en 
augnaráðið, og einlægt bros er jafnan áhrifamikið og getur svalað þystri 
sál og fullnægt þrá hennar. 
Það er hægt að brosa á ýmsa vegu: lymskulega, glettnislega, biturlega, 
kuldalega og blíðlega. Af því sérðu, að brosið er þeirri konu "voldugt 
vopn í hendi", sem með það kann að fara, og er undir mörgum 
kringumstæðum lykill að hjarta karlmannsins.--En það er eins með 
brosið og augnaráðið, að of mikið má af því gera að brosa, og
síbrosandi kona er þreytandi. 
Þú mátt heldur ekki brosa eða hlæja að öllu, alvarlegu jafnt sem 
skemtilegu, og eigi máttu brosa framan í hvern mann, sem verður á 
vegi þínum, og umfram alt forðast hið reykvíkska _veiðibros_, sem 
algengt er á vorum dögum. 
 
*Handtakið* 
hefir mikla þýðingu og getur borið mikinn ávöxt. Því er haldið fram, að 
manninn megi mikið þekkja af handtaki hans. Sumir taka svo laust í 
hönd þess, sem þeir heilsa eða kveðja, að líkast er sem þeir séu hræddir 
við að snerta hana. Slíkt handtak ber ekki vott um, að mikill innileikur 
sé að baki. Ef þú vilt láta karlmann finna ylinn frá hjarta þínu, þá skaltu 
þrýsta hönd hans hlýlega og til þess að gera handtakið enn áhrifameira, 
líta í augu hans um leið. Engum manni getur dulist ylurinn, sem liggur 
að baki því handtaki, og það hlýtur að hafa áhrif, ef maðurinn getur 
annars orðið fyrir áhrifum frá þér. Og flestir munu hugsa með sjálfum 
sér síðar: Mörgu hefi eg gleymt af því, sem á milli okkar fór, þegar við 
vorum saman, en aldrei gleymi eg þó handtaki hennar. 
 
*Göngulagið* 
er einnig vert að vanda, þvi að það er hörmulega ljótt að sjá fríðar 
konur hafa ljótt göngulag: bognar í baki, hoknar í knjáliðum, þramma 
áfram áhyggjufullar--á skökkum og skældum stígvélum,--eins og allar 
skuldir höfuðstaðarins hvíldu á herðum þeirra. Sumar tifa ótt og títt eins 
og vasaúr, aðrar róa fram og aftur (um herðarnar) eins og hlaupastelpa í 
rokk. 
Þú skalt ganga stilt og rólega með jöfnum skrefum og samstiga þeim 
sem þú gengur með, en vingsaðu höndunum eigi mikið, því þú getur þá 
barið náunga þinn á götunni, ef fjölmennt er úti.
*Að lita andlitið.* 
Það virðist færast í vöxt, að konur liti andlit sitt með ýmsu móti og 
æfinlega í þeim tilgangi að sýnast fallegri en þær eru í raun og veru. 
En nú skal eg segja þér eitt: Andlit þitt er svo fallegt frá skaparans 
hendi--þó að þú sért óánægð með það--að þú getur eigi gert það fallegra 
með gervilitum ("smínki"). Hann hefir engan skapað _ljótan_ og 
áreiðanlega ekki ætlast til þess, að nein af dætrum hans færi að _mála_ 
sig í framan. 
Þú getur með mörgu móti varðveitt fegurð þína, en til "smínksins" 
máttu aldrei grípa. 
Lauslætiskonan--sem er litljót--á að hafa einkarétt til að "smínka" sig. 
Þú skalt aftur á móti bera gott og litlaust "créme" á andlit þitt og núa 
eða strjúka andlitsvöðvana um leið. Það heldur húðinni vel mjúkri og 
kemur í veg fyrir allar hrukkur, sem sett gætu skugga á fegurð þína. 
--Þú mátt einnig nota lítið eitt af góðu andlitsdufti ("púðri"), en það má 
ekki vera áberandi. 
 
*Ilmvötn.* 
Þá ættir altaf að nota ofurlítið af góðu ilmvatni í föt þín--minsta kosti 
sparifötin--en gæta þess, að gera það í hófi. "Hóf er best í hverjum 
hlut." Einnig er gott að bera góð ilmefni (hárvötn) í hárið við og við og 
núa því inn í hársvörðinn. 
Hvorttveggja þetta hefir sín áhrif á karlmennina, því að þeim fellur það 
illa, að finna eldhúslykt eða fúkkalykt úr fötum þeirrar konu, sem þeir 
eru með á opinberum stað, t. d. í leikhúsi eða veitingahúsi. 
Eg endurtek það, að þú verður mjög að gæta hófs í þessum efnum. 
Þú skalt aldrei nota hárlit.
*Klæðaburður og þrifnaður.* 
"Fötin skapa manninn," segir máltækið, en það er eigi sannmæli nema 
að hálfu leyti. Ræfillinn er alt af ræfill, hvernig sem hann er klæddur. 
Til þess að geta orðið yndisleg í augum karlmanna, verður þú að vanda 
klæðnað þinn og þrifnað, þvi að óþrifin kona er andstygð siðaðra 
manna. 
Þú mátt aldrei vera í óhreinum fötum, þegar þú ert eigi við óhreinlega 
vinnu.--Óhreinir morgunkjólar og svuntur eru hvimleiðir og það er 
óþrifnaður að snúa óhreinni svuntu við, og nota hana úthverfa. 
Sama er að segja um öll önnur föt; þau eiga fyrst og fremst að vera 
hrein og órifin.--Að ganga í rifnum fötum, er hirðuleysiseinkenni. 
Næsta krafa, sem karlmenn gera til fata þinna er sú, að þau fari vel; sé 
eigi of lítil né of stór, og pilsin eigi óþarflega stutt. 
Það er óholt að nota þröng lífstykki. 
Það er ákaflega óviðeigandi, að giftar konur klæðist mjög stuttum 
pilsum. 
Þetta eru vægustu    
    
		
	
	
	Continue reading on your phone by scaning this QR Code
 
	 	
	
	
	    Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the 
Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.
	    
	    
