Leiðarvísir í ástamálum 
 
Project Gutenberg's Leiðarvísir í ástamálum, by Jónína Sigríður 
Jónsdóttir This eBook is for the use of anyone anywhere at no cost and 
with almost no restrictions whatsoever. You may copy it, give it away 
or re-use it under the terms of the Project Gutenberg License included 
with this eBook or online at www.gutenberg.net 
Title: Leiðarvísir í ástamálum II. fyrir ungar stúlkur 
Author: Jónína Sigríður Jónsdóttir 
Release Date: September 15, 2005 [EBook #16696] 
Language: Icelandic 
Character set encoding: ISO-8859-1 
*** START OF THIS PROJECT GUTENBERG EBOOK 
LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM *** 
 
Produced by Jóhannes Birgir Jensson 
 
MADAMA TOBBA 
 
*LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM* 
II.
FYRIR UNGAR STÚLKUR 
 
REYKJAVÍK BÓKAFÉLAGIÐ NÝJA 1922 
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN 
* * * * * 
*Hvað er það, sem gerir konur yndislegar í augum karlmanna?* 
Eg er sannfærð um, að engin sú kona er til og hefir aldrei verið til, sem 
eigi hefir lagt fyrir sjálfa sig þessu líka spurningu einhvern tíma á 
æfinni, og þá helst meðan æskan og fegurðin voru í blóma sínum; þegar 
lífið brosti við og vonirnar voru sem bjartastar og himinháu 
skýjaborgirnar enn ófallnar, þá hefir þessi spurning komið fram í 
hugum allra kvenna og hver hefir reynt að svara henni eftir bestu 
vitund--með framkomu sinni. 
Það er tilgangur minn með þessum bæklingi, að reyna að benda ungum 
og gömlum kynsystrum mínum á ýmislegt það, er verða mætti þeim til 
leiðbeiningar í umgengni og samlífi við karlmenn, og einkum hvernig 
þær eiga að hegða sér og haga til þess að verða yndislegar í þeirra 
augum. 
Vitanlega verður þessi tilraun mín afar ófullkomin, enda eigi á hvers 
manns valdi að rita stóra bók um þessi efni, en á það er einnig að líta, 
að verðmæti bóka fer eigi eftir blaðsíðufjölda og orðamergð þeirra, 
heldur eftir hinu, hvort bókin ber á borð fyrir þjóðina heilnæmar og 
siðbætandi kenningar, hvort heldur eru um landbúnað eða ástamál. 
Að svo mæltu sný eg mér að efninu og bið þig að fylgjast með mér og 
veita þeim bendingum athygli, sem eg vil gefa þér, til þess að þú getir 
orðið yndisleg í augum karlmanna, einkum þó unnusta þíns eða 
eiginmanns. 
Já, hvað er það, sem gerir konur yndislegar í augum karlmanna?
Það eru eigi fötin, hatturinn, skórnir eða fingurgullin. Og það er heldur 
eigi fegurðin ein. Gyðju-fríð kona getur verið svo köld á svipinn--svo 
albrynjuð stærilæti og stolti--að fegurð hennar hrífur engan karlmann. 
Það sem gerir konuna yndislegasta í augum karlmanna er blíða hennar 
og yndisþokki, háttprýði hennar í allri framkomu, bros hennar, 
augnatillit og málrómur, fótatak og allar hreyfingar, ást hennar og 
næmur skilningur á öllu því göfgasta í tilverunni, fórnfýsi hennar og 
sjálfsafneitun, sem glöggast kemur fram hjá mæðrum við börn þeirra. 
Alt þetta myndar einskonar geislabaug, er sumar konur bera svo 
sýnilega með sér og hefir göfgandi en um leið töfra-mikil áhrif á 
karlmennina, vermir hjörtu þeirra og opnar þeim nýja heima og nýtt 
útsýni yfir lönd ástarinnar. 
Sumar konur virðast fæddar með þeirri hamingju að vera pilta-gull, en 
eigi eru þær að fremur meiri mannkostum búnar en hinar, enda eru þess 
mörg dæmi, að bestu kvenkostirnir sitja auðum höndum á akri 
ástarinnar og fá eigi að hafst--af ýmsum ástæðum. 
 
*Röddin.* 
Rödd þín og orðaval á mikinn þátt í því, hvort þú ert yndisleg í augum 
karlmanna eða ekki. Þess vegna er þér áríðandi að temja vel rödd þína 
og vanda vel orðbragð þitt. Mild og hljómfögur rödd, samfara ástríkum 
og fallegum orðum, bræðir klaka hinnar köldustu sálar. Temdu þér 
mildan og blíðan málróm, en því fegurri sem málrómurinn er, því 
vandaðra verður orðbragð þitt að vera. Falleg rödd og ljót orð eiga ekki 
saman. 
Mér finst ástæða til að vara þig sérstaklega við orðskrípum eins og 
þessum: hvað hann sé "sætur", "pen", "lekker"; þetta eða hitt sé 
"vemmilegt", "kedelegt", "svart", "brogað"; hvað "fríseringin sé 
óklæðileg"; hvað þessi kjóll sé "himneskur" og að hrópa "almáttugur" í 
annari hverri setningu.
*Augun.* 
Hið þögla mál augnanna er öllum elskendum dýrmætara en nokkur orð 
og í einu augnatilliti getur falist meira en orð fá lýst, hvort sem það er 
ást, hatur eða fyrirlitning. 
Það er oft hægt að kynnast manni betur á einu augnabliki, með því að 
líta í augu hans, heldur en með langri samveru. 
Í augunum speglast sálin og ef augnaráðið er kæruleysislegt og 
flöktandi, má ganga að því vísu, að það óstöðuglyndi eigi sér rætur í sál 
mannsins. 
Sama gildir auðvitað um konur. 
Þú skalt varast að nota augu þín mikið til þess að hafa áhrif á þá, sem 
þú þekkir eigi. Augna-daður er ljótt og ósiðsemis-einkenni. 
Líttu altaf djarflega og með hreinskilni í augu annara og vertu eigi 
feimin né undirleit, því að þú hefir engu að bera kinnroða fyrir, ef þú 
kemur fram með siðprýði. 
Á götum úti skalt þú líta djarflega framan í karlmenn en þú mátt eigi 
brosa framan í    
    
		
	
	
	Continue reading on your phone by scaning this QR Code
 
	 	
	
	
	    Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the 
Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.
	    
	    
