og kvíða; því hún sá sjer engrar bjargar 
von, vesalingur. Hún fór þá að hlaupa, og hljóp í dauðans ofboði yfir 
hvað sem fyrir varð, eggjagrjót og urðir. Villudýrin hlupu fram hjá 
henni og allt í kring um hana, en gjörðu henni ekkert mein. Hún hljóp 
sem fætur toguðu þangað til um kveldið; þá sá hún ofurlítið hús, og inn 
í það fór hún til þess að hvíla sig. 
Inni í húsinu var allt lítið, en svo snoturt og þrifalegt, að það var hin 
mesta snilld. Þar stóð borð með drifthvítum dúki á og sjö diskum. Við 
hvern disk lá ofur-lítill spónn, hnífur og gaffall, og sitt vínstaupið stóð 
hjá hverjum þeirra. Við vegginn stóðu sjö dálítil rúm, hvert við hliðina 
á öðru, og voru sængurklæðin öll saman mjallhvít. 
[Illustration] 
Af því að Mjallhvít var nú orðin bæði þyrst og svöng, þá borðaði hún 
sinn munnbitann af hverjum diski, og drakk sinn dropann úr hverju 
staupi; því hún vildi ekki taka allt frá neinum einum. Þegar hún var 
búin að þessu, lagði hún sig upp í það rúmið, sem næst henni stóð, og
ætlaði að hvíla sig; því hún var ákaflega göngumóð og lúin. En rúmið 
var henni ekki mátulegt, svo hún reyndi hið næsta, og fór það eins. 
Síðan reyndi hún hvert að öðru, og loksins var hið sjöunda rúmið 
mátulega stórt fyrir hana. Hún lagðist þá niður í það, las kveldbænirnar 
sínar og sofnaði. 
Þegar dimmt var orðið komu þeir heim, sem húsið áttu, en það voru sjö 
dvergar, sem lifðu af því, að grafa upp úr fjöllunum gull og silfur. 
Dvergarnir kveiktu sjö ofur-lítil ljós, og þegar birti í húsinu, sáu þeir 
undir eins, að þar hafði einhver komið ókunnugur; því þar var ekki allt í 
þeirri röð og reglu, sem þeir áttu von á. Hinn fyrsti sagði: "Hver hefur 
sezt á stólinn minn?" Hinn annar: "Hver hefur borðað af diskinum 
mínum?" Hinn þriðji: "Hver hefur bitið í brauðið mitt?" Hinn fjórði: 
"Hver hefur smakkað á suflinu mínu?" Hinn fimmti: "Hver hefur farið 
með gaffalinn minn?" Hinn sjötti: "Hver hefur skorið með hnífnum 
mínum?" Hinn sjöundi: "Hver hefur sopið á staupinu mínu?" 
Þá leit hinn fyrsti við, og sá að rúmið sitt var bælt. "Hver hefur lagzt í 
rúmið mitt?" segir hann. Þá spruttu upp allir dvergarnir, og litu hver á 
sitt rúm og sögðu hver fyrir sig: "Sko, einhver hefur farið upp í mitt 
rúm og bælt það niður!" En þegar hinn sjöundi gætti í sitt rúm, sá hann 
Mjallhvít liggja þar og sofa. Hann kallaði þá á lagsmenn sína, og er þeir 
sáu hvað um var að vera, þá hljóðuðu þeir upp yfir sig af undran og 
gleði. Þeir komu með öll sjö litlu ljósin, og skoðuðu Mjallhvít í krók og 
í kring. "Nei, nei,"--sögðu þeir--"en hvað það er fallegt barnið að 
tarna!" Og litlu dvergarnir hoppuðu upp af gleði, en vöruðust þó að 
vekja Mjallhvít, og ljetu hana sofa í næði í litla rúminu. Hinn sjöundi 
dvergur svaf um nóttina hjá lagsmönnum sínum, eina stund hjá 
hverjum--og þá var nóttin á enda. 
Þegar Mjallhvít vaknaði morguninn eptir, þá varð henni kynlega við, 
þegar hún sá alla sjö litlu dvergana. En þeir voru ósköp góðir við hana 
og sögðu: "Hvað heitir þú?"--"Jeg heiti Mjallhvít."--Þá spurðu 
dvergarnir hana að, hvernig hún hefði þangað komizt, en Mjallhvít 
sagði þeim allt eins og var, um vondu stjúpuna, og veiðimanninn, sem 
gaf henni lífið. Hún sagði þeim frá því, hvað hún hefði hlaupið langan, 
langan veg, þangað til að hún hefði á endanum fundið húsið.
Þá sögðu dvergarnir: "Ef þú vilt verða bústýran okkar, búa um rúmin 
okkar, sauma, þvo og prjóna, og halda öllu hreinu og fáguðu, sem í 
húsinu er, þá mátt þú vera hjá okkur, og þig skal ekki bresta neitt." 
Mjallhvít gekk að þessum kostum, og tók undir eins til starfa. 
Dvergarnir fóru á hverjum morgni í bítið út í fjöllin að grafa upp gull 
og silfur. En þegar þeir komu heim á kveldin, þá varð allt að vera í 
sinni rjettu röð og reglu heima fyrir. Á daginn var Mjallhvít jafnan ein 
heima. Þess vegna sögðu dvergarnir við hana: "Varaðu þig á henni 
stjúpu þinni; hún kemst bráðum að hvar þú ert; þú mátt þess vegna 
aldrei nokkurn tíma hleypa neinum manni inn fyrir dyrnar, þegar þú ert 
alein heima." 
Nú víkur sögunni heim aptur í konungsríkið, þar sem hin vonda 
drottning þóttist hafa borðað lifur og lungu Mjallhvítar. Henni kom 
ekki annað í hug, en að nú væri hún þó lang-fríðust allra kvenna á 
landinu, svo það var í gleði sinni að hún gekk einu sinni til spegilsins, 
og sagði: 
[Illustration] 
"Spegill, spegill, herm þú: hver hjer á landi fríðust er!" 
Þá svaraði spegillinn: 
"Frú mín, drottning, fríðust ert þú, fríðari öllum, sem hjer eru nú; en 
Mjallhvít, sem fór yfir fjöllin þau sjö, og    
    
		
	
	
	Continue reading on your phone by scaning this QR Code
 
	 	
	
	
	    Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the 
Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.
	    
	    
