Leiðarvísir í ástamálum

Ingimundur Sveinsson
í ástamálum, by Ingimundur
Sveinsson

Project Gutenberg's Leiðarvísir í ástamálum, by Ingimundur Sveinsson
This eBook is for the use of anyone anywhere at no cost and with
almost no restrictions whatsoever. You may copy it, give it away or
re-use it under the terms of the Project Gutenberg License included
with this eBook or online at www.gutenberg.org
Title: Leiðarvísir í ástamálum I. Karlmenn
Author: Ingimundur Sveinsson
Release Date: July 25, 2007 [EBook #22139]
Language: Icelandic
Character set encoding: ISO-8859-1
*** START OF THIS PROJECT GUTENBERG EBOOK
LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM ***

Produced by Jóhannes Birgir Jensson

INGIMUNDUR GAMLI
LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM
I.

KARLMENN
BÓKAFÉLAGIÐ NÝJA - REYKJAVÍK 1922

FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

FORMÁLI.
Eg er þegar kominn svo til ára minna, að tími er kominn til að birta þær
athuganir mínar, sem í þessari bók eru. Eg hefi komist í margt um
dagana og reynt sitt af hverju. Ráð þessi eru aðallega bygð á reynslu
minni og að nokkru leyti á annarra reynslu, og ef þú ert ekki sammála
mér alstaðar, ætla eg að minna þig á málsháttinn: "Greindur nærri getur,
en reyndur veit þó betur."
Sumir kunna ef til vill að hugsa sem svo, að óþarft sé, að leggja
mönnum ráð í þessu efni, en það er misskilningur. Það, sem aðallega
hvatti mig, til að gefa út bækling þennan, er sú von, að með því kunni
mér að takast að koma í veg fyrir einn eða fleiri hjónaskilnaði, ef menn
hlýta mínum ráðum. Eg hefi, sem sé, veitt því eftirtekt, að árlega fjölgar
hjónaskilnuðum, bæði til sveita og í kaupstöðum, en þó einkum hér í
Reykjavík.
Loks óska eg öllum, sem bók þessa lesa, giftum sem ógiftum, allra
heilla á ástarbrautum þeirra.
Ritað á Fidesmessu 1922.
INGIMUNDUR GAMLI.
* * * * *
Hvernig vinna skal hylli kvenna.
Sannleikurinn er sá, að það er eigi eins auðvelt og þú kant að hyggja, að
vinna hylli kvenna. Eg á hér auðvitað eigi við þær konur, er rápa á

kvöldin fram og aftur um göturnar í þeim tilgangi að kynnast
karlmönnum, heldur þær, sem eru þess virði, að sókst sé eftir ást þeirra
eða vináttu.
Að kynnast vændiskonum er engum erfiðleikum bundið. Til þess þarf
venjulega eigi annað en peninga. En til þess að vinna hjarta heiðvirðrar
konu, eru peningar lítils virði. Til þess þarf önnur meðul: góða sál og
hreint hjartalag. Sá, sem eigi hefir góða góða sál og gott hjarta, getur
eigi gert sér neina von um, að vinna ást heiðvirðrar konu, því að hún
krefst ástar, umhyggju og trygðar. Hún vill eiga sálina og hjartað óskift,
og með það fyrir augum flanar hún aldrei að ráði sínu.
Auk þessa þarf maðurinn að vera kurteis, viðmótsþýður og frjálslegur í
framkomu. Þessir eiginleikar eru ómissandi hverjum þeim, sem komast
vill í mjúkinn hjá kvenþjóðinni, og skal eg nú skýra mál mitt nokkru
nánar.

Mannorð.
Þú mátt eigi gera þig sekan um neitt það, sem sett getur blett á mannorð
þitt.
Ef þú vilt verða heppinn í ástamálum, er þér ekkert eins nauðsynlegt,
eins og að hafa óflekkað mannorð. Þegar þú gengur í göturnar í
Reykjavík að kvöldi dags, getur þú séð fleiri eða færri stúlkur, sem eru
á mannaveiðum. Þær verður þú að varast eins og pestina!
Sá, sem hefir fengið á sig óorð af kvennamálum, og kominn er í gin
kjaftakerlinganna, á sér ekki uppreistar von. Syndir hans eru auknar og
margfaldaðar, og engum dettur í hug að efast um, að sögurnar um hann
séu sannar.
Ef þú leggur lag þitt við vændiskonurnar, teflir þú einnig heilsu þinni í
hættu; þótt þær séu fagurlega litaðar að utan, geta þær verið myglaðar
og óheilbrigðar og orðið þér að fjörtjóni.
Vertu einnig vandur í vali vina þinna og gaktu á snið við slæpinga.

Vendu þig eigi á fjárhættuspil eða óheilbrigt kaupskaparbrask. Það
hefir margan manninn á glapstigu leitt.

Viðmót og framkoma.
Til þess að vinna hylli kvenna, þurfa menn að kunna að koma vel fram.
Sá, sem er þögull og þunglamalegur vinnur aldrei hylli kvenna, þótt
hann sé fríður sýnum. Þær halda, að hann sé heimskur -- og heimskuna
hatar kvenþjóðin!
Að vísu skeikar það mjög réttum skilningi, að sá óframfærni sé ætíð
heimskur. Hann er ef til vill vitrari en nokkur hinna. En ólundin hefir
slæm áhrif á kvenfólkið, sem alt af krefst fjörs og glaðlyndis.
Til þess að þóknast kvenfólkinu, þarftu að þekkja öll þau smáatriði,
sem í þess augum eru mikils virði. Oft sjá konur meira í kurteislegri
hneygingu, brosi eða augnatilliti, heldur en þú getur gert þér í
hugarlund.
Hafðu eigi ljótan munnsöfnuð í áheyrn kvenna. Það ber vott um
mentunarskort og siðleysi.
Það er ljótur siður að reykja þar sem konur eru inni. Margar konur þola
illa tóbaksreyk.

Kurteisi.
Kurteisi er eitt af því, sem konur meta mikils. Konan krefst þess, að
henni sé veitt
Continue reading on your phone by scaning this QR Code

 / 9
Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.