eftirtekt, að tekið sé tillit til hennar og henni sýnd kurteisi. 
En of mikið af öllu má þó gera, og of mikil kurteisi er hlægileg. Og 
karlmaður má aldrei gera sig hlægilegan í konuaugum. 
Kurteisin verður því að vera innan vissra takmarka, og eg þarf ekki að 
taka það fram, að þú verður alt af að fylgja þeim 10 boðorðum, sem hér 
fara á eftir:
1. Ef kona missir eitthvað niður, átt þú að taka það upp og rétta henni 
með ofurlítilli hneigingu og viðeigandi brosi. Orð eru óþörf. 
2. Þú átt ætíð að láta konu ganga inn eða út um dyr á undan þér og opna 
fyrir henni. 
3. Þú átt ætíð að hjálpa konu í yfirhöfn, áður en þú ferð í þína yfirhöfn. 
4. Þú átt ætíð að láta konu ganga á undan þér inn í vagn eða bifreið. 
Aftur á móti átt þú að ganga á undan til sætis í leikhúsi og vísa konunni 
á hennar sæti. 
5. Þú átt ætíð að láta konu ganga á undan þér niður stiga eða tröppur, en 
á eftir þér upp. 
6. Þegar þú gengur með konu á götu, átt þú ætíð að ganga þeim megin 
við hana, að hún þurfi aldrei að fara út á vagnagötuna, þótt hún þurfi að 
víkja til hliðar fyrir einhverjum. 
7. Þegar þú heilsar konu á götu, átt þú að hneigja þig ofurlítið, taka 
ofan og setja ekki hattinn á höfuðið, fyr en hún er komin framhjá þér. -- 
Í sambandi við þetta vil eg geta þess, að konum þykir mikið varið í, að 
þeim sé heilsað virðulega á götu, en þó eigi með neinum 
spjátrungsskap. 
8. Þegar kona kemur þar inn, sem öll sæti eru skipuð, er það skylda þín 
að standa upp og bjóða henni sæti þitt. 
9. Þegar kona teygir sig eftir einhverju, átt þú ætíð að vera reiðubúinn 
að veita henni hjálp. 
10. Í fám orðum sagt, átt þú í allri umgengni þinni við konur að sýna 
kurteisi og riddaralegar dygðir. 
 
Íþróttir. 
Eg hefi þegar tekið það fram, að fríðleikur er ekki nauðsynlegt skilyrði
til þess, að vinna hylli kvenna. Hins vegar getur líkamsfegurð og 
jafnvel göngulagið eitt komið hjarta hennar til að slá örar. 
Heilbrigð kona og fjörug, getur alls eigi orðið hrifin af manni, sem alt 
af er feiminn og vandræðalegur. 
Frá alda öðli hefir konan bundið hugsjón sína við þann mann, sem hefir 
hreinan og karlmannlegan svip og hraustan líkama. 
Iðkaðu því íþróttir og hertu líkama þinn. Konum fellur það vel í geð. 
Þær krefjast þess meira að segja, að karlmaðurinn hafi stælta vöðva og 
sterka hnefa, svo að hann geti varið þær, ef á þarf að halda. Konan er 
veikbygð og veit það vel, -- þess vegna ætlast hún til, að karlmaðurinn 
sé sterkari. 
Iðkið íþróttir, sagði eg. Já, gott og vel! En þar með er ekki sagt, að eigi 
megi of langt ganga í því efni. Tökum til dæmis knattsparkið hérna í 
Reykjavík, sem iðkað er nú orðið af meira kappi en forsjá. Að mínu 
áliti gerir knattspark í óhófi menn eintrjáningslega og einhliða. Þeir 
geta eigi um annað hugsað né talað. Geta má nærri, að konur hafa lítið 
gaman af því. Eg vil því gefa þér eitt heilræði, ungi maður: Ef þú vilt 
ná hylli kvenna, þá stundaðu enga íþrótt svo mikið, að hún taki hug 
þinn svo föstum tökum, að þú verðir þræll hennar. 
Legðu stund á leikfimi, glímur og sund. Það stælir vöðvana, gerir 
líkamann liðugan og bakið beint. 
 
Hreinlæti og klæðaburður. 
Vertu hreinlátur, því að óhreinlætið er andstygð siðaðra manna. 
Hirtu hár þitt og hendur, neglur þínar og tennur. 
Rakaðu þig eigi sjaldnar en tvisvar í viku. 
Notaðu eigi óhreina flibba né vasaklúta.
Sama máli gegnir um fötin, því að konan vill, að þú sért snyrtilega 
klæddur. -- Sá, sem í öllu eltir tískuna, verður oft og tíðum hlátursefni 
skynsamra kvenna. Hugsaðu því meira um það, að föt þín fari vel og að 
þau séu hrein, heldur en að þau séu íburðarmikil og dýr. 
 
Mentun. 
Mentaður maður og víðsýnn er æfinlega eftirlætisgoð kvenna, og 
honum veitist það auðvelt, að ná hylli þeirra. Konunni finst það eðlilegt, 
að karlmaðurinn sé henni fremri að mentun, eigi síður en líkamlegu 
atgervi. Þess vegna getur heimskinginn -- þótt fríður sé -- aldrei gert sér 
von um, að standa hinum á sporði í ástamálum. 
Þú þarft einnig að hafa ákveðnar skoðanir og eiga andleg áhugamál. Þér 
er eigi nóg að nota skoðanir Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins -- sem 
breytast stundum daglega --, heldur verður þú af eigin dómgreind að 
gera mun á réttu og röngu. Þú verður að temja þér rökrétta hugsun, því 
að djarfur hugsunarháttur er mikils virði í augum kvenfólksins. 
Íþróttir eru fyrirtaks meðal til þess að læra að hugsa af viti. Glímur, 
sund og leikfimi stæla eigi að eins vöðvana og glæða eftirtekt augans, 
en    
    
		
	
	
	Continue reading on your phone by scaning this QR Code
 
	 	
	
	
	    Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the 
Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.
	    
	    
