Rímur af Grámanni í Garðshorni | Page 2

Jón Hjaltason
ske þú
króknir sjálfur líka.
47. Betra væri, bóndi, þér,
baulu mér að selja
fyrir sekkinn, sem jeg
ber,
svo þig píni ei helja.
48. Er þá heldur nokkru nær,
að náir byggðum þínum;
ket og bein
þú fundið fær
í fullum poka mínum.
49. Hvað sem tala hér um meir
hann og bónda maður,
kaup út gera

þessi þeir,
þá varð karlinn glaður.
50. Kaupanautinn kveðja vann
karl, og móður þjóra;
að því búnu
heldur hann
heim með pokan stóra.
51. Konu sinni, kominn heim,
kaupin segja mundi,
all-vel lætur yfir
þeim,
en ílla líkar sprundi.
52. Hann nam biðja hringa-slóð
hrinda sorg, ef geti,
setja pottinn
sinn á glóð,
og sjóða ögn af keti.
53. Hjarta-glöð varð húsfreyjan,
hátt nam prísa Drottinn;
því næst
bera vífið vann
vatn í stærsta pottinn.
54. Honum rygar hlóðin á,
hér næst fer að sjóða;
en karlinn vildi
kátur ná
kjöti úr sekknum góða.
55. Í því pokinn opinn lá,
eldsins nærri glæðum,
maður hljóp úr
honum þá
hulinn gráum klæðum.
56. Niðurlag er minnst í mér,
mælti sá, og glotti,
eitthvað sjóðið
annað þér
í þeim stóra potti.
57. Húsráðandinn hissa stóð,
horfði á gráa manninn;
en afar-reið
varð auðar slóð,
orðin byrjar þanni_n_:
58. Þar er komin þín forsjá,
þunga neyð vér könnum,
kúna drógstu
fyrst mér frá,
og fjölgar síðan mönnum.
59. Allri björg við erum svipt,
öll er heill úr ranni;
íllt er að vera
örgum gipt
al-vitlausum manni.
60. Halurinn svarar hringa brú
hrakyrðum í bræði;
rosknu hjónin
rifust nú
rausnarlega bæði.
61. Grámann biður, hætti hér,
hrund og njótur fleina;
jeg skal, segir

hann, sjálfur mér
sækja fylli eina.
62. Voru lífi óhætt er,
allt mun fara í lagi,
en skamman tíma þrífizt
þér
á þessu ljóta jagi.
63. Út í myrkrið einn svo fer,
aptur kom hinn slægi,
leiðir nú við
síðu sér
sauð í vænna lagi.
64. Þarna er sauður, hjalar hann,
og hjónum bauð að skera,
það ei
bóndi þora vann,
þó varð slíkt að gera.
65. Þau svo góða fylli fá,
feittu vanga grannan;
og nær þrýtur
sauður sá,
sótti Grámann annan.
66. Hann þeim færði björg og brauð,
bús-aðdrátta góður;
þriðja,
fjórða og fimmta sauð
fleina sótti rjóður.
67. Fyrir hendi nóg var nú,
neitt ei þótti bresta;
öll þau saman undu
þrjú
í yfirlæti bezta.
68. Þeim um stundir flý eg frá,
fellur niður staka;
sígur blundur
augun á,
út er liðin vaka.
2. ríma.
Hálfdýrt stikluvik.
0. Hita rínar hrundin svinn hlíði smíði ljóða; rámur gínars rjúpkarinn
röddu brínir annað sinn.
. Vorkun, bræður, veitið mér, þó verði stirður bragur; glepur kvæði
glaumur hér, gott um næði sjaldan er.
. Lítt mun tjá að tala um það, tíminn bíður ekki, suðra má jeg súða-glað
sögu Grámanns víkja að.

4. Hné við það mín hróðrar skrá,
heima Grámann situr;
sauða
maður, sjóla hjá,
sér nú skaðann fénu á.

5. Heim að skjöldungs höllu fer,
honum tjónið sagði,
mána öldu
mælti ver,
af manna völdum skeð það er.
6. Kóngur ynnir, eg það má
ei svo búið hafa,
nýkominn mun seggur
sá
sem að vinnu æfir þá.
7. Í nágranna húsum hér
hygg eg segginn vera;
finndu hann, og
færðu mér,
fylgi manna skari þér.
8. Höldar skunda höllu frá,
hvata leitum víða;
linna grunda gautar
þá
Grámann fundu karli hjá.
9. Hægra varð í huga þeim,
hann þá finna máttu,
kappar harðir kalla
beim
kóngs á garðinn með sér heim.
10. Síðan karl og refla reim
reynir fleina kveður,
bjóst til hallar þá
með þeim,
þjáir varla ótti beim.
11. Hjóna greyin, sem það sjá,
sáran bera kvíða,
meintu sveigir
mækja þá
mundi deyja gálga á.
12. Sprund og karl með grátið geð
gylfa bölva liði;
en kóngs til
hallar köppum með
kátur lalla Grámann réð.
13. Fyrir konung færður var
freirinn geira kátur;
brátt að vonum
buðlung snar
byrjar svona ræðurnar:
14. Þú munt vera þjófur sá,
er þjáði sauði mína;
segðu mér nú satt
þar frá,
sök hvort þér eg gefa má.
15. Grámann segir: svo er víst,
sauða dauða eg olli,
verkið eigi vont
mér lízt,
vesæll beygir ótti sízt.
16. En hvers vegna? tiggi tér;
trúa þó víst máttu,
að slíku hegna
hljótum vér;--
hinn svo gegna aptur fer:

17. Sultar nauða kenndu keim
karl og þöllin hringa,
þangað sauði
hafði eg heim,
hungurs dauða að forða þeim.
18. Hér er mesti munur á,
meiri en vera ætti,
ekkert brestur yður hjá,

en þau verstu kvalir þjá.
19. Býsna ljót er breytni sú,
betra met jeg vera,
að karlinn njóti þess,
sem þú
þarft ei hót að brúka nú.
20. Djarfur var í svörum sá
sekur mækja njótur;
hilmir starir hissa á

handar skara njótinn þá.
21. Þig hinn mesta þjóf eg finn,
þylur sjóli reiður,
er sú versta
aðferðin
eini og bezti starfinn þinn?
22. Einn fimm vetra uxa hér
á jeg, tjáir sjóli,
flestum betri, feitur er,

falla ket hans mundi þér.
23. Þegar skæra seggir sjá
sól á bóli skýja,
mínir kæru þegnar þá

þennan færa skóginn á.
24. Lát oss þínar listir sjá,
ljóst á næsta degi,
þessum mínum þjóri
frá
þegnum fínum skaltu ná.
25. Takist eigi þetta þér,
þú skalt fá að hanga,
svo skilja megi
skjóma grér,
skortir þeigi gálga hér.
26. En ef baldur álma má
áður téðan bola
lokka skjalda lundum frá,

lífi halda færðu þá.
27. Grámann tjáir: ófært er
yðar boði að hlíða,
þungu spáir þankinn
mér;--
því næst sá í burtu fer.
28. Síðan dragnar halur heim,
hjónin vinalega
kærum fagna komu
beim,
kæti magnast báðum þeim.

29. Þegar sveipar sólin há
svæði fríðum ljóma,
tekur reipi seggur sá,

síðan hleypur skóginn á.
30. Þar sem hinna leið um lá,
lundur mundar
Continue reading on your phone by scaning this QR Code

 / 8
Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.